Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tvö fíkniefnamál með stuttu millibili
Föstudagur 22. apríl 2005 kl. 09:42

Tvö fíkniefnamál með stuttu millibili

Á miðvikudagskvöld og aðfararnótt fimmtudags komu tvö fíkniefnamál til kasta Lögreglunnar í Keflavík. Í fyrra tilvikinu var maður á þrítugsaldri handekinn vegna gruns um vörslu og neyslu fíkniefna. Við leit á honum fannst um 2 gr. af ætluðu amfetamíni , en hann var látinn laus eftir yfirheyrslu.

Um nóttina voru svo tveir 19 ára karlmenn teknir í bifreið sinni vegna gruns um vörslu og neyslu fíkniefna. Við leit í bifreiðinni fundust um 2 gr. af meintu amfetamíni sem þeir viðurkenndu að eiga. Auk þess var annar maðurinn grunaður um ölvun við akstur. Þeir voru látnir lausir eftir yfirheyrslur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024