SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Tvö fíkniefnamál með stuttu millibili
Föstudagur 22. apríl 2005 kl. 09:42

Tvö fíkniefnamál með stuttu millibili

Á miðvikudagskvöld og aðfararnótt fimmtudags komu tvö fíkniefnamál til kasta Lögreglunnar í Keflavík. Í fyrra tilvikinu var maður á þrítugsaldri handekinn vegna gruns um vörslu og neyslu fíkniefna. Við leit á honum fannst um 2 gr. af ætluðu amfetamíni , en hann var látinn laus eftir yfirheyrslu.

Um nóttina voru svo tveir 19 ára karlmenn teknir í bifreið sinni vegna gruns um vörslu og neyslu fíkniefna. Við leit í bifreiðinni fundust um 2 gr. af meintu amfetamíni sem þeir viðurkenndu að eiga. Auk þess var annar maðurinn grunaður um ölvun við akstur. Þeir voru látnir lausir eftir yfirheyrslur.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025