Tvö einkasjúkrahús í farvatninu á Suðurnesjum
Tvö íslensk félög eru um þessar mundir að undirbúa rekstur einkasjúkrahúsa á Suðurnesjum þar sem gera á út á biðlista eftir aðgerðum og sjúkratryggingar. Eyjan.is birtir í dag fréttaauka Sigrúnar Davíðsdóttur um málið:
Í Iceland Health er Róbert Wessman driffjöðrin, stefnir á að nýta aðstöðuna að Ásbrú, gamla Keflavíkurflugvelli og leitar að fjárfestingu upp á 2 milljónir evra. Gunnar Ármannsson lögfræðingur og framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands er í forsvari fyrir PrimeCare ehf sem stefnir á að byggja sjúkrahús með sjötíu einkaherbergjum, hótel til að hýsa aðstandendur og hugsanlega einnig rannsóknarstöð. PrimeCare er að kanna aðstæður í Garðinum fyrir þetta verkefni sem gæti numið um 300 milljónum Bandaríkjadölum. Draumurinn er að ná í sneið af hraðvaxandi geira í heiminum, ‘medical tourism’, sambland læknis- og ferðaþjónustu.
Nánar hér á Eyjan.is