Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvö börn í einu öryggisbelti
Þriðjudagur 26. júní 2012 kl. 14:03

Tvö börn í einu öryggisbelti

Það gaf heldur á að líta þegar lögreglan að Suðurnesjum stöðvaði ökumann í hefðbundnu umferðareftirliti um helgina. Í aftursætinu sat móðir með tveggja ára barn og var bílbeltið spennt utan um þau bæði. Við hliðina á henni sat átta ára drengur, einnig með tveggja ára barn í fanginu, og hafði bílbelti verið spennt utan um þau. Á milli konunnar og barnanna sat svo átta ára telpa með öryggisbelti spennt en án sérstaks öryggis- og verndarbúnaðar sem ætlaður er börnum. Alltof algengt er að upp komi tilvik þar sem reglum um öryggi barna í bílum er ekki fylgt og eru foreldrar og forráðamenn minntir á að hafa þessa hluti í lagi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024