Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvö álver í Helguvík? - eða fer Norsk Hydro á Keilisnes?
Þriðjudagur 25. september 2007 kl. 15:28

Tvö álver í Helguvík? - eða fer Norsk Hydro á Keilisnes?

Norsk Hydro á í viðræðum við orkufyrirtæki um að reisa álver á Íslandi, að því er forstjóri fyrirtækisins, Eivind Reiten, greinir frá í nýrri frétt á vef Forbes og greint er frá á vefnum Eyjan.is nú áðan.

Reiten greindi blaðamönnum í Osló frá því að álbræðsludeild fyrirtækisins ætli sér stóra hluti á alþjóðlegum mörkuðum og muni auka framleiðslugetu sína umtalsvert næstu árin.

„Það sem ég get staðfest er að við eigum í viðræðum við orkufyrirtæki á Íslandi varðandi möguleika á Íslandi,” sagði Reiten. Ekkert kemur fram um staðarval, en þeir staðir sem helst er rætt um varðandi álver hér á landi eru Helguvík, Bakki við Húsavík og Keilisnes. Norðurál hefur haft forskot varðandi byggingu álvers í Helguvík, Alcoa á Bakka en varðandi Keilisnes hefur m.a. verið rætt um að Alcan flytji álver sitt þangað frá Straumsvík í kjölfar þess að stækkun álversins var hafnað í íbúakosningu í vor.

Reiten segir að Ísland sé ennþá eitt þeirra landa þar sem næg orka er til staðar fyrir slíkt álver. “Ísland er góður staður. Við erum að kanna möguleikana á álveri þar en málið er enn á frumstigi,” segir Reiten á vef Forbes.

Norsk Hydro rekur skrifstofu á Íslandi og í samtali við vísi.is þann 13. þessa mánaðar sagði starfsmaður fyrirtækisins hér á, Bjarne Reinholdt, segir að þótt Hydro- menn vilji gjarnan hefjast handa sem fyrst líti þeir á þetta sem langtímaverkefni og þeir séu þolinmóðir. Spurður um staðsetningu nefndi hann að Hydro hafi verið að skoða Þorlákshöfn og Keilisnes en einnig fleiri staði.

 

www.eyjan.is

www.forbes.com

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024