Tvö af Suðurnesjum á topp 60 hjá Skattinum
Suðurnesjamenn eiga tvö nöfn á lista Ríkisskattstjóra yfir efstu gjaldendur á landinu öllu. Skattstjórinn gaf út lista yfir þá 60 einstaklinga sem greiða hæsta álagningu árið 2010.
Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík skipar 5. sæti listans með samtals gjöld upp á rúmar 99,5 milljónir króna. Í 21. sæti sama lista er Jóna H. Hallsdóttir í Garði með rúmar 51,3 milljónir króna í gjöld.
Á skattgrunnskrá voru rösklega 261.000 framteljendur. Af þeim sættu 13.750 einstaklingar áætlunum eða 5,26% af skattgrunnskrá. Álagningarskrár liggja frammi á skattstofum fram til 11. ágúst 2010 en kærufrestur rennur út 27. ágúst.