Tvívegis kveikt í sama bílnum
Laus eftir kl. 22 í gærkvöldi var tilkynnt um eld í bifreið við Skólaveg í Reykjanesbæ. Þegar lögregla kom á vettvang var mikill eldur í bifreiðinni og er bifreiðin talin ónýt. Brunavarnir Suðurnesja kom stuttu síðar á vettvang og fljótlega gekk að slökkva eldinn. Síðar um nóttina var tilkynnt að eldur væri laus í sömu bifreið á sama vettvangi. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í bifreiðinni í bæði skiptin og er málið í höndum rannsóknarlögreglunnar á Suðurnesjum. Lögreglan biður alla þá sem gætu gefið upplýsingar varðandi málið að snúa sér til lögreglunnar á Suðurnesjum.