Tvítugur maður í árs fangelsi fyrir nauðgun
Tvítugur maður var í gær dæmdur í ársfangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa misnotað sér ölvunarástand konu og haft við hana samræði.
Atburðurinn átti sér stað í júní á síðasta ári í heimahúsi í Reykjanesbæ, en maðurinn og umrædd kona höfðu verið við drykkju um nóttina ásamt fleirum. Brotið átti sér stað um hádegi, en maðurinn, sem játar að hafa átt við hana samræði, sagði fyrir dómi að það hafi verið með vilja og vitund konunnar.
Dómurinn taldi að framburður konunnar hafi verið skýr og trúverðugur. Ennfremur renndi lýsing vitna og læknis á neyðarmótttöku fleiri stoðum undir framburðinn og þótti sannað að konan hafi sætt þeirri háttsemi af hendi ákærða sem hún hafði sakað hann um.
Engar refsilækkunarástæður eru fyrir hendi að mati dómsins og var maðurinn því dæmdur til árs fangavistar. Hann þarf að greiða fórnarlambinu 500.000 kr. auk vaxta í miskabætur auk 414.000 kr í málskostnað.
Atburðurinn átti sér stað í júní á síðasta ári í heimahúsi í Reykjanesbæ, en maðurinn og umrædd kona höfðu verið við drykkju um nóttina ásamt fleirum. Brotið átti sér stað um hádegi, en maðurinn, sem játar að hafa átt við hana samræði, sagði fyrir dómi að það hafi verið með vilja og vitund konunnar.
Dómurinn taldi að framburður konunnar hafi verið skýr og trúverðugur. Ennfremur renndi lýsing vitna og læknis á neyðarmótttöku fleiri stoðum undir framburðinn og þótti sannað að konan hafi sætt þeirri háttsemi af hendi ákærða sem hún hafði sakað hann um.
Engar refsilækkunarástæður eru fyrir hendi að mati dómsins og var maðurinn því dæmdur til árs fangavistar. Hann þarf að greiða fórnarlambinu 500.000 kr. auk vaxta í miskabætur auk 414.000 kr í málskostnað.