Tvítugar með kókaín innvortis
Lögreglan á Suðurnesjum hefur að undanförnu haft til rannsóknar mál er varðar tilraun til smygls á kókaíni til landsins. Það var 20. nóvember síðastliðinn sem tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar tvær íslenskar stúlkur um tvítugt sem voru að koma frá London. Þær reyndust hafa kókaín innvortis, samtals tæplega 300 grömm.
Stúlkurnar voru úrskurðaðar í gæsluvarðhald til 2. desember, en hafa verið látnar lausar. Rannsókn lögreglunnar er á lokastigi og ekki hafa fleiri verið handteknir vegna málsins.