Tvísýnt með jólasnjóinn

Miðnesheiðin var sveipuð dulúð í dag þegar lágþoka lagðist yfir utanverðan Reykjanesskagann um hádegisbilið. Veðrið var fallegt í dag og má búast við sólríkju næstu daga samkvæmt veðurspám. Hins vegar kólnar nokkuð þegar hann leggst í norðanátt undir helgi. Ekki er útilokað að við fáum jólasnjó hér á suðvesturhornið rétt fyrir jól, en þó er enn of snemmt að segja til um það segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, á veðurbloggi sínu. Eins og útlitið er núna er það nokkuð tvísýnt.
Sjá veðurblogg Einars hér
VF/myndir elg – Frá Miðnesheiði í dag




 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				