Tvíburasystur úr Vogum dúx og semidúx Menntaskólans í Kópavogi
Tvíburasysturnar Sigurbjörg Erla og Guðbjörg Viðja Pétursdætur Biering voru dúx og semidúx Menntaskólans í Kópavogi. Sigurbjörg útskrifaðist með einkunnina 9,89 en Guðbjörg 9,7. Árangur Sigurbjargar er sá besti í sögu skólans. Þær tvíburasystur eru úr Vogum á Vatnsleysuströnd.
Brautskráning frá Menntaskólanum í Kópavogi fór fram 28. maí. Alls voru útskrifaði 57 stúdentar, níu með lokapróf í bakstri, ellefu í framreiðslu og tuttugu og tveir í matreiðslu. Sveinsprófin eru framundan hjá verknámsnemum.
Elenóra Rós Georgesdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í verknámi. Bjarki Sveinbjörnsson frá Rótarýklúbbnum Borgum afhenti viðurkenninguna.
Myndirnar með fréttinni eru af fésbókarsíðu MK.