Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvíbrotnaði á fæti
Myndin er frá slysstað á Ásbrú skömmu eftir hádegi í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 15. febrúar 2016 kl. 16:21

Tvíbrotnaði á fæti

Ungur drengur tvíbrotnaði á fæti eftir að hann hljóp á bifreið á Grænásbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ skömmu eftir hádegi. Drengurinn var að koma úr strætisvagni og hljóp aftur fyrir vagninn og í hlið bifreiðar sem ekið var þar hjá.

Sjúkralið og lögregla voru kölluð til. Drengurinn var fluttur á Landspítala í Fossvogi þar sem gert var að meiðslum hans.

Sjá Brunavörnum Suðurnesja fengust þær upplýsingar að mikið annríki hafi verið í sjúkraflutningum í dag. Nú kl. 16 voru útköllin orðin níu frá því dagvaktin mætti til starfa í dag og um tíma voru þrjár sjúkrabifreiðar í verkefnum samtímis og sú fjórða á verkstæði.

Útköllin í dag hafa verið fjölbreytileg en flest vegna veikinda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024