Tvennt í gæslu vegna fíkniefnasmygls
Maður og kona á þrítugsaldri sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna tilraunar til að smygla fíkniefnum til landsins. Parið, sem er erlent, var að koma frá Barcelona þann 7. janúar sl. Fór lögreglan á Suðurnesjum um borð í vélina og færði fólkið á varðstofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar framvísaði karlmaðurinn kókaíni, þá viðurkenndu hjúin að vera jafnframt með fíkniefni sem þau höfðu komið fyrir innvortis. Konan reyndist hafa komið um 200 grömmum af efninu MDMD fyrir í leggöngum sínum og endaþarmi. Karlmaðurinn var með 50 grömm af kókaíni í endaþarminum.
Parið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. janúar nk. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins sem er á lokastigi.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005, í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann