Tveir vilja reisa álver á Keilisnesi
Tvö álfyrirtæki, Alcan og Norsk Hydro, hafa áhuga á að reisa álver á Keilisnesi. Fulltrúar beggja fyrirtækja hafa fundað með bæjarstjóra og bæjarfulltrúum Voga í gær og í fyrradag. Ríkisútvarpið greindi frá þessu.
Forystumenn bæjarfélagsins Voga á Vatnsleysuströnd funduðu í gær með fulltrúum Alcan á Íslandi um möguleika á að reisa álver á Keilisnesi. Á fundinum var kynnt fyrir Alcan mönnum hvað Keilisnes hefur upp á að bjóða, segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóra í Vogum.
Róbert bendir á að þegar sé búið að safna miklu af upplýsingum sem nýtast fyrir umhverfismat vegna fyrirætlana um stóriðju á Keilisnesi á síðasta áratug. Alcan hefur einnig skoðað aðstæður fyrir álver í Þorlákshöfn sem og stækkunarmöguleika í Hafnarfirði, til dæmis á landfyllingu. En það eru fleiri álfyrirtæki sem renna hýru auga til Keilisness. Norsk Hydro er að leita sér að stað undir álver á Íslandi og fulltrúi fyrirtækisins fundaði með forystumönnum Voga í fyrradag.
Norsk Hydro hefur þó ekki tryggt sér orku til álframleiðslu á Íslandi. Róbert segir framhald málsins nú í höndum álfyrirtækjanna. En bæjarstjóri Voga hefur rætt við fjárfesta úr fleiri greinum en áliðnaði um nýtingu á Keilisnesi, segir í frétt á vef RUV.
Forystumenn bæjarfélagsins Voga á Vatnsleysuströnd funduðu í gær með fulltrúum Alcan á Íslandi um möguleika á að reisa álver á Keilisnesi. Á fundinum var kynnt fyrir Alcan mönnum hvað Keilisnes hefur upp á að bjóða, segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóra í Vogum.
Róbert bendir á að þegar sé búið að safna miklu af upplýsingum sem nýtast fyrir umhverfismat vegna fyrirætlana um stóriðju á Keilisnesi á síðasta áratug. Alcan hefur einnig skoðað aðstæður fyrir álver í Þorlákshöfn sem og stækkunarmöguleika í Hafnarfirði, til dæmis á landfyllingu. En það eru fleiri álfyrirtæki sem renna hýru auga til Keilisness. Norsk Hydro er að leita sér að stað undir álver á Íslandi og fulltrúi fyrirtækisins fundaði með forystumönnum Voga í fyrradag.
Norsk Hydro hefur þó ekki tryggt sér orku til álframleiðslu á Íslandi. Róbert segir framhald málsins nú í höndum álfyrirtækjanna. En bæjarstjóri Voga hefur rætt við fjárfesta úr fleiri greinum en áliðnaði um nýtingu á Keilisnesi, segir í frétt á vef RUV.