Tveir vélhjólamenn slösuðust
Tveir eru slasaðir eftir vélhjólaslys sem varð á Reykjanesbraut skammt frá Grindavíkurvegi laust eftir klukkan fimm í gær. Slysið mun hafa atvikast þannig að ökumaður bifreiðar ók fram úr bifreið með hjólhýsi í eftirdragi. Bifreiðin mætti þá fjórum vélhjólum, tveimur þeirra tókst að komast hjá því að lenda á bifreiðinni en tveir bifhjólaökumenn féllu í götuna. Þeir hlutu m.a. beinbrot og voru fluttir með sjúkrabifreið á Landspítalann.