Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

 Tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um fjölda innbrota
Þriðjudagur 9. nóvember 2010 kl. 21:26

Tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um fjölda innbrota

Tveir karlmenn með erlent ríkisfang hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald grunaðir um fjölda innbrota inn á heimili fólks í Reykjanesbæ á síðustu dögum. Það var árvökull íbúi sem kom lögreglumönnum á spor innbrotsþjófana.


Eins og greint hefur verið frá í fréttum hafa átt sér stað fjölmörg innbrot á síðustu dögum inn á heimili fólks í Reykjanesbæ þar sem verðmætum hefur verið stolið, s.s. flatskjám, skartgripum, myndavélum, tölvubúnaði og tónlistarspilurum, auk peninga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Árvökull íbúi í Reykjanesbæ sá til grunsamlegra mannaferða og lét lögreglu vita. Eftirgrennslan lögreglu leiddi til handtöku tveggja manna á þrítugsaldri og í fórum þeirra fannst mikið magn þýfis úr innbrotum síðustu daga í Reykjanesbæ.


Mennirnir tveir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hafa báðir mennirnir komið áður við sögu lögreglu vegna þjófnaðarmála.


Innbrot á heimili á Suðurnesjum hafa aukist mjög á síðustu viku og lögreglan hvetur fólk til að hafa augun hjá sér og tilkynna um allar grunsamlegar mannaferðir. Lögreglan vill taka við öllum ábendingum og fá að meta þær og vinna úr þeim.