Tveir ungir piltar teknir við innbrot
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í fyrradag tvo unga pilta, sem staðnir höfðu verið að því að brjótast inn í bíla og stela úr þeim. Piltarnir, sem eru þrettán og fjórtán ára, höfðu í þetta skiptið komið að ólæstri bifreið og voru að fjarlægja muni úr henni þegar lögreglan kom á vettvang.
Við yfirheyrslur játuðu þeir að hafa brotist inn í bíla og selt þýfi það sem þeir höfðu haft upp úr krafsinu.
Barnaverndarnefnd var tilkynnt um málið.