Tveir undir áhrifum fíkniefna og einn stútur

Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna í Keflavík í nótt og sá þriðji vegna ölvunaraksturs.
Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum var dálítill erill í umdæminu í nótt og eitthvað um ölvun í bænum. Meðal annars gerðist það að ölvaðir menn stigu upp í aðra rútu en þeir ætluðu sér upp í og enduðu á röngum áfangastað, og þurfti að hjálpa þeim að komast til síns heima.
mbl.is

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				