Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir tólf ára á skellinöðrum
Föstudagur 9. mars 2012 kl. 14:34

Tveir tólf ára á skellinöðrum

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning um tvo unga drengi sem óku um á skellinöðrum í umdæminu. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að piltarnir voru einungis tólf ára og hjálmlausir ofan í kaupið. Lögregla hafði samband við forráðamenn þeirra og gerðar voru viðeigandi ráðstafanir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá stöðvaði lögreglan á Suðurnesjum för þriggja fimmtán ára pilta, sem óku réttindalausir um á vespum.

Lögregla hvetur foreldra og forráðamenn til að hafa eftirlit með því að hættulegir leikir af þessu tagi eigi sér ekki stað.