Tveir þristar norður af Krýsuvík
Tveir jarðskjálftar stærri en M3 hafa orðið í Krýsuvík á þessum sólarhring. Báðir mældust skjálftarnir M3,2 og eiga upptök á sama stað eða 4,0 km. norður af Krýsuvík. Fyrri skjálftinn varð í nótt og hinn núna síðdegis.
Þá hafa orðið tveir skjálftar af stærðinni M2,8 og M2,0 á sama stað. Skjálftarnir eru sagðir gikkskjálftar sem verða vegna spennulosunar tengdu eldgosinu í Fagradalsfjalli. Fjölmargir aðrir minni skjálftar hafa orðið á sömu slóðum frá miðnætti.