Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir þriðju lögreglumanna á Suðurnesjum tilkynntu um veikindi í dag
Föstudagur 9. október 2015 kl. 14:39

Tveir þriðju lögreglumanna á Suðurnesjum tilkynntu um veikindi í dag

Af þeim 36 lögreglumönnum hjá Lögreglunni á Suðurnesjum sem áttu að vera á vakt í dag tilkynntu 23 um veikindi. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta mynduðust langar raðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag við vegabréfaeftirlit vegna þessa. Hluti þessara tilkynninga um veikindi munu vera til að knýja á um gerð kjarasamnings ríkisins við lögreglumenn.

Fjármálaráðuneytið sendi í gær bréf til Landssambands lögreglumanna þar sem fram kom að athygli þess hafi verið vakin á því að fjöldi lögreglumanna á landinu hyggist tilkynna veikindi í dag, föstudaginn 9. október og aftur 16. október og 27. til 28. október í því skyni að knýja á um gerð kjarasamnings við ríkið. Í bréfinu kemur jafnframt fram að ekki hafi verið boðað til aðgerðanna með lögmælum hætti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024