Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir þjófnaðir tilkynntir til lögreglu
Laugardagur 30. apríl 2005 kl. 11:58

Tveir þjófnaðir tilkynntir til lögreglu

Tveir þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglu á dagvaktinni í gær. Þjófar höfðu farið inn um ólæstar dyr á verkstæði í Grófinni kvöldið áður og haft brott með sér tölvuskjá.
Þá var tveimur reiðhjólum stolið fyrir utan hús á Kirkjuvegi.

Meðal annars sem dró til tíðinda á dagvaktinni var að sjúkrabifreið var kölluð út að Myllubakkaskóla síðdegis þar sem stúlka hafði meiðst á ökkla í íþróttum. Talið var að hún hefði tognað eða snúið sig illa.

Auk þess voru tveir kærðir fyrir of hraðan akstur, annar á Reykjanesbraut og hinn á Grindavíkurvegi. Mældist sá sem hraðar ók á 135 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.

Þá varð einn minniháttar árekstur á Hjallavegi í Njarðvík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024