Tveir Þjóðverjar týndust
Lögreglunni á Suðurnesjum barst í fyrradag tilkynning þess efnis að tveir Þjóðverjar hefðu villst af leið og væru nú týndir. Um var að ræða karlmann og konu á sjötugsaldri.
Talið var að þau hefðu gengið frá leirhvernum við Krýsuvík og væri maðurinn ef til vill staddur á Vigdísarvöllum. Konan hafði hins vegar farið aðra leið eftir að þau voru orðin villt og ekki var vitað hvar hún væri.
Hafin var leit að fólkinu og fannst það nokkru síðar heilt á húfi.