Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir teknir undir áhrifum
Laugardagur 1. október 2005 kl. 10:36

Tveir teknir undir áhrifum

Umferðarslys varð á gatnamótum Hafnargötu og Vatnsnessvegar í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Fólksbifreið var ekið á ljósastaur og síðan á kyrrstæða og mannlausa bifreið.  Báðar bifreiðarnar voru óökufærar eftir og fluttar burtu með kranabifreið.

Ökumaðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til læknisskoðunnar, hann var skrámaður á höfði og með blóðnasir. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum eiturlyfja.

Þá stöðvuðu lögreglumenna akstur bifreiðar í Keflavík rétt fyrir klukkan 5 í morgun og er ökumaður hennar grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis.

VF-mynd/Þorgils: Ljósastaurinn lagðist algerlega á hliðina við áreksturinn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024