Tveir teknir með kannabisefni
Lögreglan á Suðurnesjum haldlagði kannabisefni í húsleit í gærkvöld. Farið var, að fengnum dómsúrskurði, í húsnæði í umdæminu. Húsráðandi var ekki heima, en þegar hann skilaði sér framvísaði hann nær tíu grömmum af kannabis.
Í fyrradag stöðvaði svo lögregla för ökumanns vegna einkennilegs aksturslags hans. Kannabisefni fannst á gólfi bifreiðar hans við framsætið. Þá staðfestu sýnatökur á lögreglustöð neyslu hans á kannabis.
Annar ökumaður, sem lögreglan hafði afskipti af reyndist vera réttindalaus. Sýnatökur staðfestu neyslu hans á kannabis.
Loks voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur.