Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir teknir með fíkniefni
Laugardagur 2. apríl 2005 kl. 10:46

Tveir teknir með fíkniefni

Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir skömmu fyrir miðnætti í gær vegna gruns um vörslu og neyslu fíkniefna. Voru mennirnir í bifreið á Reykjanesbraut á leið til Reykjanesbæjar þegar lögreglan stöðvaði þá. Við leit á öðrum manninum fannst um eitt gramm af ætluðu amfetamíni. Leit var gerð í bifreiðinni en ekkert fíkniefnatengt fannst og voru mennirnir látnir lausir að yfirheyrslu lokinni.

Einn maður var vistaður í fangaklefa lögreglunnar í Keflavík vegna ölvunar og óspekta á almannafæri. Hafði maðurinn ærst á skemmtistaðnum Casino í Keflavík.

Einnig voru tveir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024