Laugardagur 19. apríl 2008 kl. 10:48
Tveir teknir fyrir umferðarlagabrot
Tveir voru teknir fyrir brot á umferðarlögum í gærkvöldi og í nótt, annar var tekninn, grunaður um ölvun við akstur og hinn fyrir hraðakstur á Sandgerðisvegi. Sá var mældur á 96 km hraða þar sem löglegur hámarkshraði er 50.
Má hann búast við 40.000 kr sekt og fjórum refsipunktum í ferilsskrá.