Tveir teknir á ofsahraða
Þrátt fyrir stóraukið eftirlit lögreglu virðast sumir ekki láta sér segjast því í nótt voru tveir ökumenn teknir á ofsahraða á Reykjanesbraut.
Sá sem hraðar fór var tekinn á 168km/klst á Strandarheiði skömmu eftir miðnætti. Viðkomandi var færður á lögreglustöðina í Keflavík þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Í morgunsárið var svo ökumaður kærður fyrir að aka á 130 km/klst á Reykjanesbraut þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.
Sá sem hraðar fór var tekinn á 168km/klst á Strandarheiði skömmu eftir miðnætti. Viðkomandi var færður á lögreglustöðina í Keflavík þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Í morgunsárið var svo ökumaður kærður fyrir að aka á 130 km/klst á Reykjanesbraut þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.