Tveir teknir á hraðferð
Í gærdag var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Skólavegi í Keflavík. Mældur hraði var 68 km þar sem hámarkshraði er 30 km. Einnig var ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Mældur hraði var 118 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Eigendur níu ökutækja voru boðaðir með bifreiðar sínar til skoðunar, en þeir höfðu vanrækt að fara með þær til aðalskoðunar og endurskoðunar á réttum tíma. Þá var einn ökumaður var kærður fyrir að vera ekki með öryggisbeltið spennt við aksturinn.
Þrjú minniháttar umferðaróhöpp urðu í umdæminu í gær.