Tveir Suðurnesjamenn í aðalstjórn Isavia
Tveir Suðurnesjamenn eru í nýrri stjórn Isavia sem kosið var í á aðalfundi félagsins nýlega. Þau Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis og Njarðvíkingurinn Helga Sigrún Harðardóttir taka sæti í nýrri stjórn.
Ólafur starfar sem kennari við Grunnskóla Sandgerðis og Helga Sigrún er framkvæmdastjóri þingsflokks Bjartrar framtíðar. Formaður stjórnar Isavia er Ingimundur Sigurpálsson og hefur gegnt formennsku frá árinu 2014. Aðrir í stjórn eru Matthías Páll Imsland og Margrét Guðmundsdóttir.
Það er nokkuð síðan að Suðurnesjamenn áttu fólk í aðalstjórn Isavia en lang stærstur hluti rekstrar félagsins er á Keflavíkurflugvelli.