Tveir stöðvaðir á tæplega 150 km hraða
Tvær bifreiðar hafa verið stöðvaðar á Reykjanesbraut á rétt innan við 150 km. hraða í vikunni. Aðfararnótt fimmtudagsins stöðvaði lögreglan í Keflavík bifreið á 148 km. hraða og í gærdag var bifreið stöðvuð á 149 km. hraða en ökumaðurinn er 18 ára og í bifreiðinni voru farþegar. Verða báðir aðilarnir kærðir fyrir hraðakstur, enda um vítaverðan akstur að ræða.