Tveir snarpir skjálftar á Reykjaneshrygg í nótt
 Skjáltahrina var úti á Reykjaneshrygg á milli eitt og tvö í nótt, þar af voru tveir skjálftar allsnarpir. Sá fyrri varð um hálftvö og mældist 3,6 á Richter en hinn varð laust fyrir klukkan tvö og mældist hann 4,5.
Skjáltahrina var úti á Reykjaneshrygg á milli eitt og tvö í nótt, þar af voru tveir skjálftar allsnarpir. Sá fyrri varð um hálftvö og mældist 3,6 á Richter en hinn varð laust fyrir klukkan tvö og mældist hann 4,5.
Skjálftanna varð ekki vart á landi þar sem upptök þeirra eru nokkuð langt úti á Reykjaneshrygg, eða um 100 kílómetra suðvestur af Reykjanestá.
Þær upplýsingar fengust á eðlisfræðisviði Veðurstofunnar að skjálftarnir væru ekki fyrirboði neins sérstaks en nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjaneshrygg frá árinu 2000.
Heimild: visir.is
Kort: Veðurstofa Íslands

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				