Tveir snarpir í kvöld
Tveir snarpir jarðskjálftar hafa orðið nærri Grindavík í kvöld, þeir sterkustu á þessum sólarhring. Skjálfti upp á M3,5 varð kl. 20:35 4,7 km. norð-norðaustur af Grindavík. Annar skjálfti varð tæpri mínútu síðar á næstum sama stað. Hann mældist M3,2.
Sextán skjálftar að stærðinni M2 eða stærri hafa orðið á þessum sólarhring. Einni þeirra, af stærðinni M2,6 varð á meðan íbúafundur fór fram í íþróttahúsinu í Grindavík. Upptökin voru ekki langt undan þannig að það glumdi vel í húsinu þegar skjálftinn reið yfir.