Tveir slösuðust lífshættulega í umferðarslysi á Reykjanesbraut í morgun
Tveir menn slösuðust lífshættulega í umferðarslysi sem varð á Reykjanesbraut sunnan við Kúagerði rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Bifreiðin ók niður tvo ljósastaura og hafnaði síðan utan vegar. Allt tiltækt lögreglu- og sjúkralið var sent á slysstað og var umferð beint yfir á nýjan veg framhjá vettvangi.
Myndin: Frá vettvangi slyssins í morgun. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.