Föstudagur 16. nóvember 2012 kl. 09:55
Tveir slösuðust í bílveltu
Tveir slösuðust og voru fluttir á slysadeild Landsspítalans, eftir að bíll þeirra valt úr af Grindavíkurvegi í gærkvöldi. Hvorugur þeirra meiddist alvarlega.
Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í hálku. Víða varð hált á suðvesturlandi eftir að þar fór að ganga á með éljum í gærkvöldi.