Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir slösuðust í bílveltu
Miðvikudagur 4. apríl 2007 kl. 09:35

Tveir slösuðust í bílveltu

Bílvelta varð á Vatnsleysustrandarvegi, skammt austan við Voga á áttunda tímanum í gærkvöld. Þar hafði bíll hafnað á toppnum og tveir farþegar í aftursæti slasast. 

Ökumaðurinn ásamt þremur farþegum voru allir komnir út af sjálfsdáðum er lögreglan kom á vettvang.   Tveir farþegar, sem sátu aftur í  bifreiðinni slösuðust við veltuna en þeir voru ekki í bílbeltum.  Þeir voru fluttir með sjúkrabifreið á sjúkrahús.  Annar var fluttur á Landsspítala Háskólasjúkrahús en hinn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.  Bifreiðina var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.

Einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í nótt.  Hann mældist á 114 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024