Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir slasaðir eftir bílveltu við Vogaafleggjara
Miðvikudagur 11. desember 2013 kl. 18:00

Tveir slasaðir eftir bílveltu við Vogaafleggjara

Bílvelta varð rétt utan við Vogaafleggjara á fimmta tímanum. Þrír farþegar voru í bilfreiðinni og voru tveir þeirra fluttir slasaðir með sjúkrabifreiðum til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja var bifreiðin á leið inneftir þegar ökumaður missti stjórn á henni og hún valt. Klippa þurfti toppinn af bifreiðinni til að ná farþegum út. Mikil umferð var á Reykjanesbraut þegar slysið varð, flúgandi hálka og þæfingsfærð. Dálitlar tafir urðu á umferð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024