Mánudagur 15. ágúst 2011 kl. 09:22
Tveir skjálftar komu Grindvíkingum á fætur í morgunsárið
Tveir jarðskjálftar fundust vel á áttunda tímanum í morgun í Grindavík. Fyrri skjálftinn fannst upp úr hálf hátta og mældist 2,7 á Richter en sá síðari fannst skömmu síðar og mældist 2,2 samkvæmt vef Veðurstofu Íslands. Upptökin skjálftanna voru um 2,4 kílómetra norðan við Grindavík.