Tveir sjúkrabílar og læknir í einkaþotu
Tveir sjúkrabílar frá Brunavörnum Suðurnesja og lögreglubíll með lækni voru sendir að einkaþotu á Keflavíkurflugvelli nú áðan. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurnesjum komu upp veikindi í þotunni á leið hennar yfir hafið. Einn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og svo áfram á Landspítalann í Reykjavík til frekari skoðunar.
Meðfylgjandi myndir tók Páll Ketilsson á Keflavíkurflugvelli nú áðan.