Heklan
Heklan

Fréttir

Tveir sjoppuþjófar handteknir
Föstudagur 6. apríl 2012 kl. 17:12

Tveir sjoppuþjófar handteknir


 
Lögreglunni á Suðurnesjum barst í nótt tilkynning um að brotist hefði verið inn í söluskála í umdæminu. Þar hafði rúða verið brotin, farið inn og varningi stolið, einkum sígarettum. Lögregla hafði fljótlega upp á tveimur mönnum sem grunaðir voru um verknaðinn. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöðina. Í herbergi annars þeirra fann lögreglan síðan meint þýfi úr söluskálanum. Mennirnir viðurkenndu brot sín og voru látnir lausir að yfirheyrslum loknum.
 

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25