Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir sendir slasaðir á sjúkrahús
Miðvikudagur 6. nóvember 2002 kl. 10:01

Tveir sendir slasaðir á sjúkrahús

Bílvelta varð á Grindavíkurvegi um níu leitið í morgun. Bifreið á leið til Grindavíkur valt rétt við bæjarmörk Grindavíkur. Mikil hálka var á Grindavíkurvegi í morgun og svo virðist sem ökumaður bifreiðarinnar hafi misst stjórn á bílnum í hálkunni og lent utan vegar. Bifreiðiin valt tugi metra frá þeim stað sem hún fór út af og staðnæmdist á hvolfi í Grindavíkurhrauni, rétt utan við Grindavík. Bifreiðin er talin gjörónýt. Tveir menn voru í bifreiðinni og voru þeir fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, annar þeirra með höfuðáverka. Lögreglan í Keflavík rannsakar tildrög slyssins.

Ljósmynd af slysstað í morgun. VF-mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024