Tveir ráðherrar ávarpa sveitarstjórnarfólk á Suðurnesjum
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verður haldinn daganna 11.-12. október. Fundurinn verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Reykjanesbæ. Tveir ráðherrar munu ávarpa fundarmenn í dag.
Þau Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra og fyrsti þingmaður kjördæmisins ávarpa fundinn í dag. Einnig mun Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga ávarpa fundinn.
Á dagskrá í dag verður auk venjulegra aðalfundarstarfa, skýrslu stjórnar og ársreiknings fjallað um skýrslur Vaxtarsamnings Suðurnesja, Menningarsamnings Suðurnesja, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja og skýrslu um málefni fatlaðs fólks.
Síðar í dag verður einnig fjallað um almenningssamgöngur á Suðurnesjum og tillögur og ályktanir lagðar fram.
Á morgun hefst aðalfundurinn á því að farið verður í hópastarf vegna Sóknaráætlunar Suðurnesja og niðurstöður þess starfs verða kynntar fyrir hádegi.
Eftir hádegi á morgun verður staða verkefna í Sóknaráætlun Suðurnesja kynnt og framhaldið umræðum um ályktanir.