Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir piltar teknir við kannabisreykingar
Föstudagur 3. maí 2013 kl. 11:55

Tveir piltar teknir við kannabisreykingar

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gær afskipti af tveimur piltum innan við tvítugt. Þeir voru búnir að koma sér fyrir í skoti þar sem þeir héldu að enginn sæi til þeirra og voru að kveikja í jónu, þ.e. kannabisblönduðu tóbaki. Piltarnir voru færðir á lögreglustöð og reyndist annar þeirra vera með kannabisefnin. Þá hafði lögregla samband við foreldra þeirra og ræddi við þá. Komu þeir síðan á lögreglustöðina og sóttu piltana.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024