Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir ölvaðir í umferðinni í nótt
Sunnudagur 1. september 2002 kl. 10:30

Tveir ölvaðir í umferðinni í nótt

Tveir voru teknir fyrir ölvun við akstur í umferðinni á Suðurnesjum í nótt. Að sögn Pálma Aðalbergssonar, varðstjóra, varð annar ökumaðurinn valdur að árekstri. Til allrar hamingju urðu engin meiðsl í honum.Rólegt var á vaktinni hjá lögreglunni í gærkvöldi og nótt. Eflaust hafa margir haldið sig heima að ótta við að þurfa að berjast við illviðri á leiðinni heima af öldurhúsum. Þegar þetta er skrifað kl. 10:30 á sunnudagsmorgni er hins vegar ennþá hæglætisveður, en rigning í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024