Tveir ökuníðingar staðnir að verki
 Tveir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í nótt.
Tveir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í nótt.Annar var nappaður á Sandgerðisvegi þar sem hann var á 136 km hraða á klst. þar sem löglegur hámarkshraði er 90, en þegar betur var að gáð reyndist hann einnig hafa verið sviptur ökuréttindum ævilangt og eins var bíllinn enn á nagladekkjum.
Síðar um nóttina var ökumaður tekinn á ofsahraða á Reykjanesbraut. Mældist hann á 176 km hraða á klst og þarf vart að taka fram að fyrir þessa vítaverðu hegðun var maðurinn færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				