Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir nemendur fluttir á sjúkrahús
Föstudagur 2. desember 2011 kl. 13:58

Tveir nemendur fluttir á sjúkrahús

Tveir nemendur Heiðarskóla voru í gær fluttir á sjúkrahús í kjölfar þess að liðið hafði yfir þá eftir þátttöku í undankeppni fyrir skólahreysti. Þriðji nemandinn leið einnig útaf í skólanum en hresstist fljótt aftur og þurfti ekki á sjúkrahús.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Forkeppni fyrir skólahreysti fór fram í Heiðarskóla í gærmorgun þar sem rúmlega 20 nemendur í efstu bekkjum tóku þátt. Í forkeppninni eru valdir þeir nemendur sem keppa fyrir hönd Heiðarskóla í skólahreysti á nýju ári.

Þegar forkeppnin var hálfnuð í gærmorgun leið yfir einn þátttakanda í keppninni. Kallaður var til sjúkrabíll og komu sjúkraflutningamenn á staðinn. Þegar þeir voru rétt komnir í Heiðarskóla að sinna verkefninu leið yfir annan þátttakanda í forkeppninni. Því var kallaður til annar sjúkrabíll. Hann var vart kominn á staðinn þegar þriðji þátttakandinn féll í yfirlið. Sá hresstist hins vegar fljótt og þurfti ekki á sjúkrahús.

Gunnar Þór Jónsson, skólastjóri Heiðarskóla, sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hafi stöðvað forkeppnina þegar það var ljóst að tveir nemendur væru á leiðinni á sjúkrahús. Kom í ljós að báðir höfðu nemendurnir verið veikir. Annar þeirra hafði ekkert borðað í tvo daga og hinn hafði ekki borðað um morguninn. Nemendurnir voru því orkulausir þegar þeir fóru í þrautabrautina með fyrrgreindum afleiðingum.

Að sögn Gunnars skólastjóra verður það tryggt þegar keppninni verður haldið áfram að þátttakendur fái nóg að borða, þannig að það endurtaki sig ekki að líði yfir keppendur af orkuskorti.