Sunnudagur 9. apríl 2006 kl. 10:52
Tveir menn handteknir fyrir hótanir
Tveir menn voru í gærkvöld handteknir á heimili annars þeirra vegna ofbeldismáls sem upp kom á föstudag þegar þeir ruddust inn í skrifstofuhúsnæði í Keflavík og höfðu í hótunum við mann sem þar var. Við leit í íbúðinni fannst nokkurt magn ætlaðra fíkniefna og þýfis.