Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir með skurði á höfði eftir átök og einn með hassblöndu
Mánudagur 23. ágúst 2004 kl. 10:09

Tveir með skurði á höfði eftir átök og einn með hassblöndu

Aðfararnótt sunnudags voru höfð afskipti af tæplega þrítugum karlmanni á einum skemmtistaða Reykjanesbæjar og við leit á honum fundust meint fíkniefni. Um var að ræða tóbaksblandað hass. Maðurinn var færður á lögreglustöðina en síðan látinn laus skömmu síðar eftir yfirheyrslu. 
Rúmlega fjögur sömu nótt var lögreglan og sjúkralið kallað að skemmtistaðnum Traffic við Hafnargötu í Reykjanesbæ.  Einn maður var fluttur á HSS til aðhlynningar þar sem hann var með skurð á höfði.  Hann hafði verið laminn í andlitið. 
Nokkrum mínútum síðar var tilkynnt um ólæti og slagsmál utan við Subway á Hafnargötu í Reykjanesbæ.  Lögregla fór á staðinn  Einn maður var fluttur á HSS til aðhlynningar en hann hafði fengið gat á höfuðið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024