Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir með reykeitrun og fjórum bjargað út um glugga brennandi húss
Fimmtudagur 20. júlí 2006 kl. 04:01

Tveir með reykeitrun og fjórum bjargað út um glugga brennandi húss

Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja björguðu í nótt tveimur fullorðnum og tveimur ungum börnum úr brennandi húsi við Suðurgötu í Keflavík. Eldur brann á miðhæð húss sem er tvær hæðir og kjallari. Tveir fullorðnir sem voru á miðhæðinni komust að sjálfsdáðum út úr húsinu en fjölskyldan var á efstu hæðinni og komst ekki út úr húsinu án aðstoðar.

Jón Guðlaugsson, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, sagði í samtali við Víkurfréttir í nótt að þegar slökkviliðsmenn komu að húsinu hafi rúða sprungið út og því ljóst að mikill hiti var í húsinu.

Þeir sem komust að sjálfsdáðum út úr húsinu voru fluttir á sjúkrahús af lögreglu og hafa verið lagðir þar inn með reykeitrun.

Fólkið sem var á efstu hæðinni hafi gert rétt að bíða eftir björgun en reyna ekki að komast niður stigagang og út úr húsinu. Fólkið þar var allt óslasað en var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til öryggis.

Þegar þetta er skrifað á fjórða tímanum í nótt er verið að reykræsta húsið en eldsupptök eru enn óljós.

Myndir: Frá vettvangi brunans við Suðurgötu í Keflavík í nótt.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024