Tveir með grímur og einn með riffil á Hafnargötunni í nótt
Á öðrum tímanum í nótt veittu lögreglumenn athygli manni fyrir utan veitingastaðinn Paddy´s í Keflavík sem var með riffil í hendinni. Maðurinn var undir áhrifum áfengis og var riffillinn, sem var eftirlíking, tekinn af honum. Hann kvað riffilinn vera hluta af "Halloween" búningi sínum en Halloween-hátíð var á veitingahúsinu um helgnia.
Skömmu fyrir kl. 04 í nótt hafði lögreglan afskipti af tveimur mönnum á Hafnargötu sem voru með andlitsgrímur og stukku í veg fyrir bifreiðar sem ekið var hjá með tilheyrandi látbragði. Þeim var gefið tiltal fyrir þetta háttarlag.
Skömmu fyrir kl. 04 í nótt hafði lögreglan afskipti af tveimur mönnum á Hafnargötu sem voru með andlitsgrímur og stukku í veg fyrir bifreiðar sem ekið var hjá með tilheyrandi látbragði. Þeim var gefið tiltal fyrir þetta háttarlag.