Tveir með fölsuð vegabréf
Lögreglumenn í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hafa ekki slegið slöku við að undanförnu frekar en fyrri daginn. Á meðal þeirra fjölda ferðamanna sem sækja Ísland heim og koma í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru nokkrir sem eru með óhreint mjöl í pokahorninu og á dögunum voru tveir einstaklingar stöðvaðir með fölsuð vegabréf í farteskinu.
Báðir þessir aðilar hafa verið ákærðir og dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot sín en í báðum málunum játuðu aðilarnir sök.